Velkomin á síður þýska utanríkisráðuneytisins

Sambönd milli Íslands og Þýskalands

Deutsche Flagge

Deutsche Flagge, © colourbox

22.11.2017 - Grein

Þýsk-íslensku menningarsamböndin ná yfir þúsund ára tímabil eða frá kristnitöku Íslands. Þar til ársins 1103 tilheyrði Ísland erkibiskupsdæminu Hamborg-Bremen. Fyrsti íslenski biskupinn var vígður í Bremen. Með viðskiptum þýskra Hansakaupmanna á 16. öld kom einnig bókaprentlistin (Fyrsta prentunin á íslensku var gerð í Hamborg og þaðan var send fyrsta prentvélin til Íslands) og hvatar að siðaskiptunum til Íslands.

Á 19. öld var náið samband á milli leiðandi þýskra einstaklinga í fornnorrænum fræðum (þýðendur Eddu og íslendingasagna) og upphafsmanna íslensku sjálfstæðishreyfingarinnar sem og öflugum bókmenntaskiptum (rómantíska tímabilið). Lagasagnfræðingurinn Konrad Maurer (1823-1902) nýtur mikillar virðingar á Íslandi vegna skoðana sinna með íslendingum í þáverandi stjórnarskrárdeilu við Danmörk og margvíslegan áhuga á landinu (Islandsreise/Íslandsferð1858 og fyrstu útgáfu íslenskra þjóðsagana í Þýskalandi).

Á 20. öld efldust menningarskiptin ekki síst vegna fjölda frægra íslenskra menningarvita með Þýskalandsreynslu, þar á meðal Halldór Laxness, Nóbelsverðalaunahafi í bókmenntum.

Í dag eru skiptin á bókmenntum/tungumálum, skapandi og leikrænni list, tónlist og vísindum mjög lífleg og fjölbreytt. Af hálfu Þýskalands kemur aðallega stuðningur frá: Þýska sendiráðinu í Reykjavík/Utanríkisráðuneytinu, Goethe-Institut Íslandi og Þýsku háskólaskiptiþjónustunni (DAAD).

Árið 2011 stóð Ísland sig með glæsibrag sem heiðursgestur á Frankfurter bókamessunni (Sögueyjan Ísland) með rúmlega 200 nýútkomnar bækur (þýskar þýðingar, bækur um Ísland) og þar á meðal ný þýðing á Íslendingasögunum. Nóbelsverðlaunahafinn Herta Müller og aðrir þýskir rithöfundar voru þátttakendur á alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Reykjavík árið 2011. Í mars 2011 var í fyrsta skiptið haldin þýsk kvikmyndahátíð á Íslandi.

Þýska háskólaskiptiþjónustan (DAAD) hefur þýskan sendikennara starfandi við Háskóla Íslands. Goethe stofnunin veitir stuðning við þýska tungumálið á Íslandi og þýsk-íslensku menningarskiptin ásamt íslenskum samstarfsaðilum. Frá því Goethe stofnuninni var lokað í Reykjavík árið 1998 hefur Ísland verið í umsjá Goethe stofnunarinnar í Kaupmannahöfn.

Bókasafninu í Hafnarfirði var gefið allt safn Goethe stofnunarinnar og er áfram stutt af henni með nýjum bókum og kvikmyndum. Aðrir ábyrgðaraðilar menningarskiptanna eru þýskudeildin við Háskóla Íslands, þýskukennarafélagið (þýska er valfag á mið- og framhaldsskólastigi), þýsk-íslenska menningarfélagið “Germania” í Reykjavík, vinabæjasamskipti Hafnarfjarðar-Cuxhaven, þýsk-íslenska tengslanétið í Reykjavík, þýsk-íslenski vinahópurinn suðurlandi á Selfossi, fyrrverandi Humboldt-styrkþegar í Reykjavík sem og mörg þýsk-íslensk samtök í Þýskalandi. Með íslenskri samfjármögnun var í mars 2002 stofnuð sendikennarastaða fyrir íslensku við Humboldt Háskólann í Berlín. Einnig bjóða aðrir þýskir háskólar upp á íslenskunám.

Frá því fyrstu þýsku náttúrufræðingarnir komu til Íslands á 19. öld, eins og Robert Bunsen (Íslandsdvöld 1846, útskýringu á Geysis fyrirbærinu) hefur samvinnan í vísindum og rannsóknum orðið mjög öflug og nær í dag yfir svæði allt frá sjávar- og Norðurheimskauts- rannsóknum að lögfræði.

Frekari innihald

FS Polarstern

FS Polarstern

Á byrjunarsíðu