Velkomin á síður þýska utanríkisráðuneytisins
þýsk-íslenska framkvæmdastjórnin á Akureyri þann 11. maí 2012

Þann 11. maí 2012 var haldinn fundur með þýsk-íslensku framkvæmdastjórninni í Evrópu-og efnahagsmálum á Akureyri, Íslandi. Hún var stofnuð árið 1993 og ársfundir hennar eru haldnir til skiptis á Íslandi og í Þýskalandi. Ásamt utanríkisráðuneytunum eru líka fjármála-, viðskipta-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin í framkvæmdastjórninni. Þýska sendinefndin var undir stjórn sendiherrans Peter Schoof - Auswärtiges Amt (Foreign Office Germany), Berlín, og íslenska sendinefndin var undir stjórn sendiherra Íslands Högna Kristjánssonar, utanríkisráðuneytinu (MFA). Einnig eiga sendiherra Íslands í þýskalandi, Gunnar Snorri Gunnarsson og þýski sendiherrann á Íslandi, Hermann Sausen sæti í stjórninni.
þýsk-íslenska framkvæmdastjórnin fagnaði góðum árangri af viðræðum um aðild Íslands að ESB og ræddi meðal annars málefni sem tengjast landbúnaði, sjávarútvegi sem og efnahags-, fjármála-og gjaldeyrisstefnumálum. Þýskaland - ríkisstjórnin, Þingið (Bundestag) og almenningur - hafa frá upphafi stutt eindreigið umsókn Íslands um aðild að ESB.
Báðir aðilar lýstu ánægju sinni yfir mikilli aukningu í tvíhliða viðskiptum og ferðaþjónustu á síðustu tveimur árum, sem átti þátt í að flýta fyrir bata Íslands eftir kreppuna og áhuga þýskra fjárfesta á Íslandi.
Úr hnotskurn:
Síðan Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu- (EES) eru Þýskaland og Ísland tengd sameiginlegum markaði án tollatakmarka.
Þýskaland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands.
Umfang viðskiptanna (útflutningur auk innflutningur) náði 1,065 Mrd € - fyrsta skiptið í söguna meira heldur en milliarð.
Þýskur innflutningur frá Íslandi 769 Mio € (á árinu 2010: 710 Mio €) og þýskur útflutningur til Íslands rúml. 296 Mio € (árið 2010: 266 Mio €). Mikill viðskiptavöxtur hélt áfram 2011. Ísland sendir til Þýskalands einkum ál og fisk (stærsta þýska markaðshlutdeildin), frá Þýskalandi til Íslands fara sérstaklega raftæki, bifreiðar, vélar og málmvörur. Með þessum viðskiptaafgangi hefur Ísland grætt rúmlega 5% framlag af vergri landsframleiðslu.