Velkomin á síður þýska utanríkisráðuneytisins

Konsúlar þjónusta

01.12.2017 - Grein

Upplýsingar fyrir íslenska ríkisborgara

Upplýsingarnar á þessari netsíðu snúa að íslenskum ríkisborgurum, sem vilja ferðast til Þýskalands eða setjast þar að. Hér finnur þú hagnýtar ráðleggingar – sem og tengil á síðuna okkar með upplýsingum fyrir ferðamenn. Ef þú ert með spurningar varðandi einstaka nefnd málefni, hafðu vinsamlegast beint samband við viðkomandi stofnun. Við vekjum athygli á því, að allar upplýsingarnar á þessari síðu, byggjast á reynslu sendiráðsins af spurningum sem oft eru spurðar af gestum og innhringjendum og eru ekki heildstæðar.

Frekari innihald

Familie am Flughafen
Familie am Flughafen© colourbox

Í eftirfarandi finnur þú hagnýtar upplýsingar við undirbúning á ferðalagi til Þýskalands. Við leggjum til að þú skoðir einnig netsíðuna Deutsche Zentrale für Tourismus

Við óskum þér góðrar ferðar og ánægjulegrar dvalar í Þýskalandi!

EU-Führerschein
EU-Führerschein© Bundesdruckerei GmbH

Gilt íslenskt ökuskírteini veitir réttindi til umferðaraksturs í Þýskalandi. Ásamt ökuskírteininu þarftu alltaf að hafa skráningar- og tryggingarskírteini bifreiðarinnar hjá þér.

Ef þú skildir verða svipt/ur ökuréttindum vegna umferðalagabrots eða þú hefur ekki náð 18 ár aldri, þá máttu ekki keyra ökutæki.

Akstur bifreiðar án gilds ökuskírteinis er bannaður og refsivert athæfi.

Nánari upplýsingar sem eru einnig á ensku finnur þú á netsíðu þýska Umferðarráðuneytisins.

Netfang: buergerinfo@BMVI.bund.de.

Fingerabdruck für neuen Pass
Fingerabdruck für neuen Pass© dpa/picture-alliance, Arno Burgi

Þýskaland og Ísland tilheyra Schengen-svæðinu, þar sem ekki þarf lengur að framvísa vegabréfum á landamærastöðvum. Þrátt fyrir það þurfa íslenskir ríkisborgarar að vera með gild vegabréf þegar þeir ferðast til Þýskalands.

Zollabzeichen auf einer grünen Jacke
Deutsches Zollabzeichen© Bundeszollverwaltung

Upplýsingar varðandi tollréttindi samkvæmt reglugerðum um inn- og útflutning á allskonar hlutum yfir landamæri Sambandslýðveldisins er hægt að nálgast hjá upplýsingaþjónustu þýska tollsins í Fankfurt am Main:


dpa
dpa© dpa

Sendiráðið mælir með því að ganga frá ferða- og sjúkratryggingu áður en ferðast er til Þýskalands. Þar fyrir utan þarft þú að vera með gilt Evrópskt sjúkratryggingakort EHIC (f.v. E 111), sem er viðurkennt í öllum ríkjum ESB og Sviss. Hafðu samband við Tryggingastofnun til að fá nánari upplýsingar.

Fyrir þá sem ætla að flytja til Þýskalands eru hagnýtar upplýsingar á vefsíðu íslenska sendiráðsins í Berlín. Innflutningur á húsdýrum Núverandi gildandi reglugerð um innflutning á húsdýrum…

Að lifa og starfa í Þýskalandi

Einreise Heimtiere
Einreise Heimtiere© Einreise Heimtiere (picture-Alliance)

Núverandi gildandi reglugerð um innflutning á húsdýrum til ESB-aðildarríkjana:

Til að fá nánari upplýsingar hafðu vinsamlegast samband við Federal Ministry og Food and Agriculture eða dýralæknir á Íslandi.

Laufsteg Mode
Beine einer Frau im Kostüm mit Einkäufen© www.colourbox.com

Útflutnings- og kaupandavottun-

Tax Free ávísun

Þýskar sendiskrifstofur og ræðismenn mega samkvæmt gildandi ákvæðum um útflutnings- og kaupandavottun til endurgreiðslu virðisaukaskatts, aðeins veita slíka staðfestingu, ef sannanlega hafi ekki verið möguleiki á tollafgreiðslu við brottför frá ESB-landamærastöðvum.

Lesa meira:


Waffen
Waffen© Peter Rittweger

Ef þú skyldir vera með vopn við komuna til Þýskalands (t.d. veiðivopn), skaltu nauðsynlega kynna þér áður viðeigandi lagalegar reglugerðir hjá þýska tollinum sem þetta heyrir undir.

Meira upplýsingar á ensku: Weapons and ammunition

Eurmünze, Euroschein
Der Euro© dpa/Pa

Þjóðargjaldmiðillinn í Sambandslýðveldinu Þýskalandi er evran „€“. (Ein „€“= 100 Cent).

Einstaka verslanir og veitingastaðir viðurkenna auk reiðufés aðeins EC-bankakort sem greiðslumiðil.

Í flestum hraðbönkum er hægt að nota VISA-kort.

Notruf-Schild, (c) picture-alliance/chromorange
Hilfe in Notfällen© picture-alliance/chromorange

Sjúkrabíll 112

Lögregla 110

Bruni/slys 112

Á byrjunarsíðu