Velkomin á síður þýska utanríkisráðuneytisins

Endurgreiðsla Virðisaukaskatts/Tax-Free

Grein

Í slíkum undantekningum getur þýska sendiráðið í Reykjavík eða einn af þýsku ræðismönnunum á Íslandi gefið út útflutnings- og kaupandavottun (einnig stimplun á Tax-Free ávísun) samkvæmt eftirfarandi skilyrðum:

Sýna þarf keyptar vörur.

Heimilisfang kaupandans á Íslandi þarf að sanna með gildu vegabréfi eða útdrætti frá Þjóðskrá Íslands

Sanna þarf að farið hafi verið með vörurnar yfir ESB-landmæri innan þriggja mánaða, frá því kaupin voru gerð. Með því gildir, að síðasta landamærastöðin innan ESB ber ábyrgð á tollafgreiðslu, einnig þó kaupin hafi ekki verið gerð í því landi (t.d. ef vörur eru keyptar í Þýskalandi og ferðast er áfram til Danmerkur og þaðan til baka til Íslands: þá er ábyrgðin hjá dönskum tollvörðum).

Útflutnings- og kaupandavottun er gjaldskyld samkvæmt taxta140 um erlenda kostnaðarreglu.

Gjaldið er 20,00 evrur fyrir hverja vottun og er hægt að greiða með reiðufé (í íslenskum krónum miðað við opninbert gengi) eða með kreditkorti (American Express/Mastercard eða Visa). Útflutningsvottun hjá þýskum tollvörðum er hins vegar gjaldfrí.

Við viljum vekja athygli á því, að endurgreiðsla virðisaukaskatts er sjálfviljug ákvörðun og veitum við nánari upplýsingar í síma. Þýsk fyrirtæki eru lagalega séð ekki skyldug til að endurgreiða virðisaukaskatt.

Frekari innihald

Tengt innihald

Á byrjunarsíðu